laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt Austurlands

16. febrúar 2012 kl. 11:36

Mynd/Anja Kokoschka

Ístölt Austurlands

Ístölt Austurlands verður haldið að Móavatni við Tjarnarland laugardaginn 25. febrúar nk. og hefst keppni kl. 10.

 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
  • Tölt yngri en 16 ára
  • Tölt áhugamanna
  • Tölt opinn
  • A flokkur
  • B flokkur
 
Skráningargjald fyrir hverja skráningu er 3.000 krónur en í flokki 16 ára og yngri er gjaldið 1.500 krónur. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 22. febrúar. Skráningar hjá Guðrúnu Agnarsdóttur í síma 8933354 eða á freyfaxi@visir.is  
Ef hesthúsapláss óskast skal það fylgja skráningu. Greiða skal skráningargjald um leið og skráð er.Ath. að ekki er hægt að skrá eftir lokun skráningarfrests.
 
Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri mun vinna sjónvarpsþátt um mótið.