miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt Austurlands – upplýsingar um skráningu

9. febrúar 2011 kl. 12:46

Ístölt Austurlands – upplýsingar um skráningu

Ístölt Austurlands verður haldið á Móavatni við Tjarnaland 26.febrúar nk og hefst keppni kl. 10.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:  Tölt opinn, Tölt áhugamenn, Tölt yngri en 16 ára, B-flokk, A-flokk.  

Í fréttatilkynningu frá mótanefnd Freyfaxa kemur fram að skráningagjald á hvern knapa sé 2.500 kr. á fyrsta hest, 2.000 kr. á annan og 1.500 kr. á þann þriðja. Pöntun á hesthúsplássi og upplýsingar um komutíma og brottför skal fylgja skráningu til að auðvelda skipulag.

Nauðsynlegt sé að greiða skráningagjaldið um leið og skráð er en ekki er hægt að skrá eftir lokun skráningafrests. Hægt er að skrá sig til miðvikudagsins 23. febrúar

Skráning er hjá Nikólínu í síma 847-8246 eða á netfanginu freyfaxi@visir.is.