þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt Austurlands næstu helgi

18. febrúar 2015 kl. 10:02

Frá ístölti Austurlands.

Folatollur undir Óskastein frá Íbishóli í verðlaun.

Ístölt Austurlands fer fram á Móavatni við Tjarnarland 21. febrúar næstkomandi. Opið er fyrir skráningar á mótið skv. Tilkynningu frá hestamannafélaginu Freyfaxa.

“Keppt er í 3 flokkum í tölti; opnum flokki, áhugamannaflokki og flokki 16 ára og yngri, auk þess er keppt í A-flokk og B-flokk. Mótið hefst klukkan 10.30 og er miðaverð 1.000 kr. en dregið verður úr seldum miðum og er folatollur undir Óskastein frá Íbishóli í verðlaun.

Skráningar og frekari upplýsingar eru á www.freyfaxi.org og rennur skráningarfrestur út kl. 16.00 á föstudaginn. “