þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt Austurlands á næsta leiti

10. febrúar 2015 kl. 10:36

Frá ístölti Austurlands.

Keppt verður í fimm flokkum á Móavatni.

Ístölt Austurlands fer fram þann 21. febrúar nk. á Móavatni við Tjarnaland á Fljótsdalshéraði.

"Eins og hestamenn vita er Ístölt Austurlands eitt rótgrónasta ísmót landsins og alltaf mikið um dýrðir þegar mótið er haldið. 

Keppt verður í tölti 16 ára og yngri, tölti áhugamann, A-flokk, B-flokk og opnum flokk í tölti. 

Nánari upplýsingar verða birtar síðar s.s. upplýsingar um skráningar, nákvæma tímasetningu o.þ.h," segir í tilkynningu frá mótshöldurum.