sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísólfur startar með trukki

23. febrúar 2012 kl. 11:21

Efstu keppendur í fjórgangi KS-deildarinnar. Ísólfur hampar bikarnum fyrir fyrsta sætið.

Varð efstur í fjórgangi á fyrsta móti KS-deildarinnar

Rósberg Óttarsson skrifar:

Ísólfur Líndal á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sigraði glæsilega fjórganginn á fyrsta  keppnisdegi Meistaradeildar  Norðurlands í gærkvöldi. Sigurinn er enn sætari  en ella því Ísólfur var sjöundi eftir forkeppnina og þurfti að keppa í B úrslitunum.

Þar var spennan mikil og svo fór að Ísólfur og Baldvin Ari á Senjor frá Syðri-Ey urðu jafnir með einkuninna 7,27 og tryggðu sér báðir sæti í A- úrslitum. Eftir forkeppnina stóð Ólafur Magnússon á gæðingnum Gáska frá Sveinsstöðum best að vígi en hann hlaut 7,10 í einkunn. Hann ásamt  Sölva Sigurðssyni á Óða-Blesa frá Lundi, Bjarna Jónassyni á Roða frá Garði og Fanneyju Dögg Indriðadóttur á Gretti frá Grafarkoti tryggðu sér sæti í A- úrslitum.

A- úrslitin voru spennandi og veðjuðu flestir áhorfendur á að Ólafur á Gáska myndi hafa sigur eftir góða sýningu í forkeppninni. Það var hins vegar jöfn og góð sýning Ísólfs og Kristófers sem tryggði þeim sigurinn á meðan að Ólafur og Gáski náðu sér ekki á strik á fetinu og á stökkinu, sem kostaði þá sigurinn, þrátt fyrir frábært yfirferðar tölt. Ísólfur og Kristófer voru vel að sigrinum komnir.

Úrslit:

Ísólfur Líndal Þórisson – Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,47
Ólafur Magnússon -  Gáski frá Sveinsstöðum  7,40
Sölvi Sigurðsson – Óði- Blesi frá Lundi  7,37
Bjarni Jónasson – Roði frá Garði  7,23
Baldvin Ari Guðlaugsson – Senjor frá Syðri Ey  7,13
Fanney Dögg Indriðadóttir – Grettir frá Grafarkoti  7,0