mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísólfur sigrar KS deildina

9. apríl 2014 kl. 23:14

Ísólfur Líndal sigraði einstaklingskeppnina í KS deildinni í fyrra og í ár

KS deildinni lokið

Elvar Einarsson átti stór gott mót í KS deildinni í kvöld, tvöfaldur sigur, bæði í slaktaumatölti og skeiði. Það dugði þó ekki til og fór það svo að Ísólfur Líndal Þórisson varði titilinn og sigraði einstaklingskeppnina aftur í KS deildinni.

Ísólfur var efstur í stigakeppninni fyrir kvöldið og endaði í öðru sæti í slaktaumatöltinu og í því þriðja í skeiðinu. 

Einstaklingskeppni

Ísólfur Líndal                90
Bjarni Jónasson           88
Þórarinn Eymundsson 85
Elvar Einarsson           77,5
Mette Mannseth          77