þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísólfur og Flans sigurvegarar kvöldsins

22. mars 2015 kl. 16:15

Ísólfur Líndal Þórisson og Flans frá Víðivöllum Fremri. Mynd/Þórir Tr.

Sterkt Stjörnutölt á Akureyri í gær.

Ísólfur Líndal Þórisson stóð uppi sem sigurvegari á gríðarsterku Stjörnutölti, sem fram fór í Léttishöllinni á Akureyri í gærkvöldi.Ísólfur tefldi fram reynslubolta á keppnisbrautinni, Flans frá Víðivöllum fremri. 

Silfrið fékk Finnbogi Bjarnason á Roða frá Garði, eftir að hafa sigrað B-úrslit. Þriðji varð svo Bjarni Jónasson á Dyn frá Dalsmynni. 

Nokkrir af albestu tölturum og gæðingum landsins voru mættir til leiks á Stjörnutöltið, sem var þekkt sem stærsta íshallarmót innanhús norðan heiða. Mótshaldarar ákváðu hins vegar að færa mótið í Léttishöllina og reyndist keppnin ekki síðri þrátt fyrir það.

A úrslit:

1 Ísólfur Líndal Þórisson / Flans frá Víðivöllum fremri 7,94          

2 Finnbogi Bjarnason / Roði frá Garði 7,72         

3 Bjarni Jónasson / Dynur frá Dalsmynni 7,61   

4 Guðmundur Karl Tryggvason / Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,50              

5 Tryggvi Björnsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 7,33 

B úrslit:

Í A úrslit - Finnbogi Bjarnason / Roði frá Garði 7,28           

6 Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti 7,00           

7 Skapti Steinbjörnsson / Oddi frá Hafsteinsstöðum 6,94            

8 Stefán Birgir Stefánsson / Aldís frá Krossum I 6,72      

9 Magnús Bragi Magnússon / Gola frá Krossanesi 6,50

10 Líney María Hjálmarsdóttir / Stormur frá Draflastöðum 6,28