föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr knapi komin með Kappa frá Kommu

2. desember 2013 kl. 12:00

Kappi frá Kommu

Einn þekktasti stóðhestur landsins skiptir um þjálfara.

Hægt er að sjá á heimasíðu Lækjamóts að Ísólfur Líndal er kominn með Kappa frá Kommu. Kappa þekkja margir en hann setti heimsmet þegar hann fór í dóm fjögurra vetra og hlaut 8,42 í aðaleinkunn. Kappi var lengi í þjálfun hjá Mettu Mannseth á Þúfum en hún sýndi hann. Kappi var í ár hjá Barböru Wenzl á Hofi. Spennandi verður að sjá hvað Ísólfur gerir með Kappa en Kappi hefur lítið komið fram annað en í kynbótadómi og reiðhallarsýningum, fyrir utan að keppa í B flokki á síðasta Landsmóti.

Ísólfur er með fleiri gæðinga á húsi en þar má nefna Freyði frá Leysingjastöðum sem hann sigraði B flokkin á Fjórðungsmóti Vesturlands. Einnig er Ísólfur með Blæ frá Torfunesi, Sólbjart frá Flekkudal, Gandálf frá Selfossi og Vaðal frá Akranesi. Nóg að gera hjá Ísólfi og fjölskyldu.