miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmótinu Svellkaldir Sörlafélagar frestað

4. janúar 2012 kl. 10:01

Ísmótinu Svellkaldir Sörlafélagar frestað

Uppfærsla: Ísmót sem auglýst var og átti að vera á fimmtudaginn er frestað um óákveðinn tíma þar sem ísinn er ekki nógu traustur. Vél fór niður um ísinn þegar moka átti braut fyirir mótið. 

_____________________________________________

Sörli stendur fyrir ísmóti á Hvaleyrarvatni á fimmtudaginn 5. janúar kl.18:30. Riðið verður hægt tölt og frjáls ferð til baka á beinni braut.

 
Flokkar í boði
  • 21 árs og yngri
  • minna vanir,
  • karlaflokkur
  • kvennaflokkur
  • opinn flokkur
  • skeið.
 
 
Skráning er í dómpalli milli klukkan 17:00 og 18:00 sama dag (fimmtudag).
Skráningargjald er 1.500,- krónur (sími í dómpalli 867 2684).
Engin ábyrgð er tekin á knöpum né hestum á vatninu.
 
Mótanefnd Sörla