sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót Suðurlands

26. febrúar 2010 kl. 10:16

Ísmót Suðurlands

Ísmót Suðurlands verður haldið næstkomandi laugardag og hefst kl. 13.00. Eins og áður hefur komið fram verður keppt í A-flokki, B-flokki, Tölti (áhugamenn, undir 16 ára og opinn flokkur) og 100m skeiði.

Sigurvegari í hverjum flokki fær að launum folatoll, undir meðal annars Straum frá Breiðholti, Óðinn frá Eystra-Fróðholti, Þyt frá Neðra-Seli og Brest frá Lýtingsstöðum.

Önnur frábær verðlaun verða í boði og verðmætið um 700.000 kr.

Verðlaun eru gefin af:

Þykkvabæjar, Búaðföng, Fóðurblandan, Vörufell Hellu, Pakkhúsið Hellu, Pizza Gallerý Hvolsvelli, Hestaborg ehf, Hábær og Bali Þykkvabæ, Rangárþing Ytra, Búnaðarfélag Þykkvabæjar, Finnur Egilsson, Ársæll Jónsson, Hestvit og fleiri og fleiri.


Ekki missa af frábæru móti á laugardaginn.


Skráning fer fram á netfangið elka@simnet.is fram til kl. 20.00 á föstudag, seinna um kvöldið verða birtir ráslistar.

Skráningargjald 2.000 kr.