miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót Suðurlands - úrslit

28. febrúar 2010 kl. 17:51

Ísmót Suðurlands - úrslit

Stórskemmtilegu Ísmóti er lokið, en mótið var haldið í Gljánni í Þykkvabæ.

Þrátt fyrir tvísýnt veður um morguninn rættist vel úr deginum, veðrið var til friðs fyrir utan duglegan skammt af þrumum og eldingum.

Gríðarlega sterkir hestar mættu til leiks og var sannkallaður meistarabragur á keppendum og hestum.

Það má segja að hestakostur hefði verið enn mun meiri og betri ef keppendur Meistaradeildar voru ekki í startholum fyrir frestaða keppni sem var enn frestað.

Margir af keppendum á mótinu fóru snemma og tóku ekki þátt í A-flokk til að vera ekki á síðustu stundu.

 

Þrátt fyrir fáa hesta í A-flokki sem var lokagrein mótsins voru engir skódar þar á ferð eins og þulur komst svo vel að orði.

Ómur frá Kvistum og Kristjón Kristjónsson drógu sig reyndar úr keppni eftir að hafa verið efstir eftir forkeppni með 8,61 í einkunn.

Sigurvegarinn varð hinn lífsreyndi Albert Jónsson á ungri Aronsdóttir, Hyllingu frá Votmúla.  Jón Bjarni Smárason kom fast á hæla hans á Smára frá Kollaleiru.

 

Í B-flokknum var hörð barátta milli Daníels Jónssonar og Dáta frá Hrappsstöðum sem voru efstir eftir forkeppni og Hjörvars Ágústssonar og Lilju frá Kirkjubæ sem stálu sigrinum í úrslitunum.  Glæsileg hross bæði tvö ásamt öðrum úrslitahestum.  Það þurfti að ná um 8,40 í B-flokknum til að komast í úrslit sem segir margt um gæði hrossanna.

 

Töltið var einnig frábært en öll hross í úrslitum náðu yfir 7 í meðaleinkunn í opna flokknum, en sú tala er óformleg þar sem einungis var keppt í hægu tölti og fegurðartölti en ekki hraðabreytingum.

Sigurvegari var Daníel Jónsson og stóðhesturinn Fontur frá Feti, en þeir sigruðu einnig vetrarmót Geysis fyrr í vetur og eru greinilega í fantaformi.  Í öðru sæti var Viðar Ingólfsson á nýjum hesti, Spretti frá Akureyri sem kom einmitt fram á Sölusýningu í Ölfushöll í vetur.

Allir keppendur sem komust í úrslit fóru heim klyfjaðir af verðlaunum.  Folatollar í efsta sætinu í öllum flokkum og önnur sæti fengu ýmis góðgæti eins og hrossabjúgur, kartöfluflögur, kartöflur, plokkfisk, hestanammi, fóðurbætir, hafra, reiðtygi, saltsteina og fleira.

 

 

 

En heildarúrslit voru eftirfarandi:

 

 

A-flokkur gæðinga
  
1
 Hylling frá Votmúla
 Albert Jónsson
 8,61
 
2
 Smári frá Kollaleiru
 Jón Bjarni Smárason
 8,60
 
3
 Salný frá Hemlu
 Vignir Siggeirsson
 8,49
 
4
 Dimmir frá Álfhólum
 Sara Ástþórsdóttir
 8,47
 
5
 Barónessa frá Brekkum
 Tómas Örn Snorrason
 8,36
 
6
 Hryðja frá Margrétarhofi
 Birgitta Bjarnadóttir
 8,19
 
7
 Logi frá Keflavík
 Arnar Bjarki Sigurðarson
 7,56
 
8
 Ómur frá Kvistum
 Kristjón Kristjónsson
 0,00
 
   
B-flokkur gæðinga
  
1
 Lilja frá Kirkjubæ
 Hjörvar Ágústsson
 8,70
 
2
 Dáti frá Hrappsstöðum
 Daníel Jónsson
 8,66
 
3
 Röskur frá Sunnuhvoli
 Arnar Bjarki Sigurðarson
 8,56
 
4
 Gjóska frá Álfhólum
 Sara Ástþórsdóttir
 8,50
 
5
 Húni frá Reykjavík
 Sigurður Óli Kristinsson
 8,47
 
6
 Þokkadís frá Akureyri
 Kristjón Kristjónsson
 8,39
 
7
 Sleipnir frá Litlu-Tungu
 Gústaf Ásgeir Hinriksson
 8,31
 
8
 Örvar frá Miðkoti
 Ólafur Þórisson
 8,20
 
   
Tölt 16 ára og yngri
  
1
 Gústaf Ásgeir Hinriksson
 Naskur frá Búlandi
 
2
 Dagbjört Hrund
 Ringó frá Kanastöðum
 
3
 Róbert Bergmann
 Brynja frá Bakkakoti
 
4
 Birgitta Bjarnadóttir
 Snót frá Prestsbakka
 
5
 Sólrún Einarsdóttir
 Salvar frá Hábæ
 
   
Tölt áhugamanna
  
1
 Miriam Wenzel
 Magna frá Dalsmynni
 
2
 Hjörvar Ágústsson
 Hrammur frá Kirkjubæ
 
3
 Ida Grundberg
 Gandálfur frá Garðsauka
 
4
 Marita Borgen
 Blængur frá Mosfellsbæ
 
5
 Ragnheiður Ársælsdóttir
 Logi frá Keflavík
 
   
Tölt opinn flokkur
  
1
 Daníel Jónsson
 Fontur frá Feti
 
2
 Viðar Ingóflsson
 Sprettur frá Akureyri
 
3
 Sara Ástþórsdóttir
 Gjóska frá Álfhólum
 
4
 Vignir Siggeirsson
 Heljar frá Hemlu 2
 
5
 Katrín Sigurðardóttir
 Heimir frá Holtsmúla