fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót Suðurlands á morgun - folatollur undan Glym og fleiri glæsileg verðlaun

11. mars 2011 kl. 11:51

Ísmót Suðurlands á morgun - folatollur undan Glym og fleiri glæsileg verðlaun

Ísmót Suðurlands fer fram á morgun. Keppt í A- og B-flokki gæðinga og fjórum flokkum í tölti: Opnum flokki (fyrir reynt keppnisfólk), Bænda- og Frúartölti (ætlað áhugamönnum) og tölt unga fólksins (16 ára og yngri).

Í fréttatilkynningu frá mótshöldurum segir að það stefni í frábært mót í Gljánni  en ísinn lítur frábærlega vel út. Aðkoma að ísnum er mjög góð, og hægt að leggja bílum beggja vegna vallarins.

"Dómari verður Austurríkismaðurinn geðþekki, Piet Hoyos. Verið er að safna glæsilegum verðlaunum en m.a. verður folatollur undir nýkrýndan fimmgangsmeistara Meistaradeildarinnar; Glym frá Flekkudal. Einnig folatollur undir eitt mesta gæðingsefni í dag, Grím frá Neðra-Seli, einnig Dyn frá Hvammi og þá er ekki allt upptalið. Einnig verður bland í poka handa efstu sætum, en þau verðlaun vöktu mikla lukku í fyrra. Öllum gjafmildum er velkomið að gefa verðlaun og hafa þá samband við Jóhann í síma 822-2223."

Skráning á mótið fer fram fer fram í dag og í kvöld á netfangið elka@simnet.is
Einnig er hægt að hringja inn skráningar í síma 483-5309 og 863-8813 milli kl. 20 og 23 í kvöld.
Skráningargjald er 2000 kr. og er það greitt á staðnum.