sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót Riddara Norðursins - úrslit

14. febrúar 2010 kl. 22:48

Mynd: http://riddarar.123.is

Ísmót Riddara Norðursins - úrslit

Ísmót Riddara Norðursins var haldið á Tjarnar Tjörn (Sauðárkróki) í dag 14.2. Það voru hugrakkir knapar sem riðu út á ísinn í þeim enskæra tilgangi að sýna sig og sinn hest. Skráningar voru komnar vel yfir 80 en ég verð að segja að eitthvað helltist úr lestinni sökum veðurs. Skapti á Hafsteinsstöðum afskráði sig  þegar 5 mínútur voru í mót en þegar hann sá að Lúlli Matt var mættur alla leið úr Eyjafirði gat Skapti ekki annað en mætt til leiks líka.
Það er óhætt að segja að mikil barátta hafi verið um efstu sæti.
Nokkrar myndir frá mótinu má sjá í myndaalbúmi (ísmót 2010) inná http://riddarar.123.isog alveg kostulegt myndband af bráðabana í tölti er að finna undir linknum "myndbönd" hér fyrir ofan.

Riddarar Norðursins þakka keppendum og áhorfendum fyrir komuna og Riddari Brynjólfur (Ayatollah) Þakkar sínum mönnum fyrir hetjulega baráttu við að halda þetta mót.
Eldhússtarfsmenn Riddari Sigga, Riddari Smári, Riddarafrú Eydís og Riddarafrú Ella. Sem og þær Riddarafrúr sem sendu kökur og bökuðu Pönnukökur eftir senntimetramáli.
Riddari Baldur sem sá um að ryðja brautina og mæla pönnukökur.
Riddarar Ingó og Geiri sáu um tæknimálin
Riddari Diddi sá um að halda rafmagni á tæknimálum.
Riddari Sveinn sá um uppsettningu á braut í samstarfi við Riddara Gumma sem var einnig dómari.
RIddari Friggi Steins barðist hetjulega við að vísa keppendum inn á brautina.
Einnig fær Guðmundur Einarsson hrós fyrir að taka á móti skráningum og sjá um að rita, reikna og setja upp ráslista. Ómar frá Horni var bísna góður dómari og eru Riddara ánægðir með hans störf.
Riddari Ingimar var góður í skúringum að móti loknu og var tjarnarbær nýbónaður hátt og lágt hann fékk reyndar góða hjálp frá Riddarafrú Lindu.
Riddari Pétur Grétarsson stóð sig eins og hetja við peningamálin. og Pétur gott silfur er gulli betra.

Það þarf góðan hóp til að standa fyrir svona viðburðum og það er öruggt að Riddara Norðursins er samheldinn og góður hópur.
Ayatollah Brynjólfur vonar að hann hafi ekki gleymt að þakka mörgum en það er alltaf tími fyrir þakkarræður.

 

A-flokkur
1.    Týr frá Litla-Dal    Þorbjörn Matthíasson
2.    Fjöður frá Hafsteinsstöðum    Skapti Steinbjörnsson
3.    Hátíð frá Sauðárkróki    Árni Friðriksson
4.    Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal    Halldór Þorvaldsson
5.    Hvarfi frá Sjávarborg    Jón Geirmundsson

B-flokkur
1.    Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum    Skapti Steinbjörnsson
2.    Smellur frá Bringu    Þorbjörn Matthíasson
3.    Hugleikur frá Hafragili    Egill Bjarnason
4.    Þrymur frá Gamla-Hrauni    Halldór Þorvaldsson

Tölt
1.    Dolly Parton frá Countryville    Guðrún Hanna Kristjánsdóttir
2.    Týr frá Hólavatni    Pétur Grétarsson
3.    Glóð frá Gauksstöðum    Egill Bjarnason

Tölt yngri en 16 ára
1.    Taktur frá Varmalæk    Steindóra Ólöf Haraldsdóttir

Minna vanir
1.    Glanni frá Tjarnarkoti    Geir Eyjólfsson
2.    Hersir frá Enni    Linda Jónsdóttir

Meiri upplýsingar á heimasíðunni: http://riddarar.123.is/