föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót á Ólafsfjarðarvatni

5. febrúar 2015 kl. 14:52

Frá félagssvæði Gnýfara. Mynd/gnyfari.123.is

Peningaverðlaun veitt fyrir sigur í tölti og skeiði.

Ramma-Ísmót hestamannafélagsins Gnýfara verður haldið á Ólafsfjarðarvatni laugardaginn 7. febrúar og hefst klukkan 11, að er fram kemur í tilkynningu frá mótanefnd félagsins.

Keppt verður í tölti og skeiði og verða veitt ðeningaverðlaun fyrir fyrstu sæti í hvorum flokk; 60 þúsund fyrir sigurvegara  í tölti og 20 þúsund fyrir sigurvegara í skeiði

Skráningu lýkur klukkan 22.00 fimmtudagkvöldið 5. febrúar. Skráningargjald er 1000.- kr. á hest. Við skráningu tekur Valdi Hreins í síma 8669077 og á tölvupóstfangið hringverskot@gmail.com

Ráslisti birtist heimasíðu Gnýfara; gnyfari.123.is.