miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót Hrings, sunnudaginn 20.febrúar

18. febrúar 2011 kl. 22:28

Ísmót Hrings, sunnudaginn 20.febrúar

Fyrirhugað er að halda ísmót Hrings sem frestað var um síðustu helgi. Mótið verður haldið á sunnudaginn 20. febrúar og hefst kl 14.00 á Hrísatjörn...

Knapar sem skráðir voru í mótið um síðustu helgi eru beðnir um að láta vita ef breyta á skráningu á email -hringurdalvik@hringurdalvik.net .  Einnig er opið fyrir nýjar skráningar til kl. 20:00 annað kvöld laugardag 19.feb.

Keppt verður í Tölti og 100m skeiði báðir flokkar opnir.

Skráningu skal lokið fyrir laugardag 19.febrúar kl 20:00 á heimasíðunni. Veljið flipann "skráning" í mót hér hægrameginn í neðst í valstikunni.

Skráningargjald er kr. 2000 á fyrstu skráningu 1500 á aðra skráningu per knapa. Skráningargjald skal greiða á reikning félagsins: kt. 540890-1029 reknnr: 1177-26-175 - skýring nafn knapa. Kvittun sendist á  hringurdalvik@hringurdalvik.net (einnig getur verið gott fyrir knapa að prenta út kvittun, ef póstur skilar sér ekki)