föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót Hrings - skráningarfrestur til hádegis

12. febrúar 2010 kl. 09:06

Ísmót Hrings - skráningarfrestur til hádegis

Nokkuð líflegt hefur verið í skráningum fyrir Líflandstöltið og Húsasmiðjuskeiðið á laugardag. Knapar sem eru að keppa í KEA-mótaróðinni hafa aðeins verið í sambandi og spurst fyrir um hvort ekki sé í lagi að skrá seinna eftir að þeir sjái hvernig hross sem þeir eru að vinna með koma út þá.

Þar sem við hjá Hring erum óhemju sveigjanleg höfum við ákveðið að framlengja skráningarfrest til hádegis föstudaginn 12.febrúar og gefa mönnum þannig tækifæri á að ákveða sig eftir mótið í kvöld. Vonandi fáum við sem flesta því aðstæður á Hrísatjörn verða mjög góðar ef ekki hlýnar mikið til laugardags.