laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót á Ólafsfjarðarvatni

7. febrúar 2012 kl. 10:22

Ísmót á Ólafsfjarðarvatni

Hestamannafélgaið Gnýfari í Ólafsfirði stendur fyrir ísmóti á Ólafsfjarðarvatni laugardaginn 11.febrúar nk.  kl. 13.

Keppt verður í tölti og skeiði og er skráningafrestur til kl. 22 fimmtudaginn 9. febrúar.

Ókeypis er að keppa á ísmótinu en peningaverðlaun eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri grein.

Skráning fer fram hjá Guðlaugi, netfang: fetiframar@gmail.com og gsm. 867-0251 eða hjá Þorvaldi, netfang: hringverskoti@gmail.com og gsm. 866-9077.