mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísmót á Ólafsfjarðarvatni

1. mars 2011 kl. 22:42

Ísmót á Ólafsfjarðarvatni

Ísmót hestamannafélagsins Gnýfara á Ólafsfirði var haldið um helgina á Ólafsfjarðarvatni.

Keppt var í tölti og skeiði. Úrslit urðu eftirfarandi.

Tölt

1. Atli Sigfússon á Krumma frá Egilsá
2. Anna Kristín Friðriksdóttir á Glað frá Grund
3. Tryggvi Höskuldsson á Flugari frá Króksstöðu
4. Höskuldur Jónsson á Ósk frá Sámsstöðum
5. Stefanía Árndís Árnadóttir á Væntingu frá Akurgerði
6. Guðmundur Tryggvason á Steingrími frá Hafsteinsstöðum

Skeið

1. Sveinbjörn Hjörleifsson á Drífu-Drottningu frá Dalvík
2. Höskuldur Jónsson á Sám frá Sámsstöðum
3. Sveinbjörn Hjörleifsson á Blævari frá Dalvík

Þess má geta að Jón Páll Tryggvason á Snillingi frá Grund var efstur inn í úrslit eftir forkeppni en sökum misskilnings hjá mótanefnd, taldi hann sig ekki hafa náð í úrslit og var þar af leiðandi haldinn heim á leið þegar úrslit hófust.