laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskir unglingar á FEIF Youth Cup

18. maí 2010 kl. 15:15

Íslenskir unglingar á FEIF Youth Cup

FEIF Youth Cup er haldið annað hvert ár og að þessu sinni verður mótið haldið í Kalø í Danmörku 10.-18. júlí 2010. Íslenski hesturinn, liðsheild og alþjóðleg menning eru einkennisorð mótsins. Þar gefst unglingum og ungmennum á aldrinum 14-17 ára víðsvegar að úr heiminum kostur á að koma saman og keppa í hestaíþróttum.

Íslenskum unglingum og ungmennum gefst kostur á að fara fyrir hönd Íslands á mótið og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðarmót.

Æskulýðsnefnd LH valdi eftirtalda úr innsendum umsóknum:

  • Alexandra Ýr Kolbeinsdóttir
  • Svandís Lilja Stefánsdóttir
  • Birgitta Bjarnadóttir
  • Róbert Bergmann
  • Sigrún Rós Helgadóttir
  • Steinunn Arinbjarnardóttir
  • Björgvin Helgason
  • Anna Kristín Friðriksdóttir
  • Nanna Lind Stefánsdóttir


Fararstjóri íslenska hópsins verður Sigríður Birgisdóttir.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.feifyouthcup2010.dk