þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni

daniel@eidfaxi.is
14. nóvember 2013 kl. 19:19

Paul Kalkbrenner

Hróður íslenska gæðingsins berst víða.

Það er ekki á hverjum degi sem þeir félagar Frosti og Máni ræða um Íslenska hestinn í útvarpsþætti sínum Harmageddon á x-977.

Í morgun hringdu útvarpsmennirnir í þætti sínum í einhverja mestu stjörnu heims í heimi dans tónlistar, en sá heitir
Paul Kalkbrenner, og er þýskur.

Þegar stjarnan var spurð um þekkingu sína á Íslandi  var hann með eina staðreynd á hreinu, að Íslenski hesturinn hefði fleiri gangtegundir en aðrir hestar.

Þetta hljóta að teljast augljós merki þess að hróður Íslenska gæðingsins berist enn víðar en við höldum !

Nánar um málið á vef Harmageddon