miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn og tímavélin

27. september 2013 kl. 16:00

Þessi hópreið var fyrsta atriði heimsmeistaramóts íslenska hestsins.

"Þetta er skrifað þegar rúmlega 300 knapar höfðu riðið á íslenskum hestum gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín og þar með lokið ferðalagi sem hófst nokkru áður í Austurríki. Þessi hópreið var fyrsta atriði heimsmeistaramóts íslenska hestsins. Hátíðleikinn var svo kórónaður með því að íslenska forsetafrúin bregður sér á hestbak og ríður í fremstu röð ásamt hinum glæstu og prúðbúnu knöpum og forseti vor stígur fram og heldur ræðu. 

Og ég sit í tímavélinni minni við tölvuna heima á Íslandi þar sem ég tek mér ferð 60 ár aftur í tímann" svona hljómar greinin sem Árni Gunnarsson skrifaði í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Þar er farið 60 ár aftur í tíman og fjallað um ræktunarstarf, tamningar og mótahald. 

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622. 

 

"Ég minnist kappreiða um miðbik síðustu aldar og jafnvel seinna þar sem menn riðu hesti inn á skeiðvöll við lúið taumbeisli og í hnakkpútu sem kúasmalinn hafði fleygt á kerruklárinn kvöldið áður."

 

"Margir ungir menn völdu sér þá manndómsvígslu að taka hrekkjahund til tamningar og óneitanlega fylgdi það sögum og lýsingum af þekktum tamningamönnum hversu vel þeim hafði heppnast að gera "góðan hest úr göldum fola"."