mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn nýtur ótvíræðra vinsælda

29. nóvember 2014 kl. 13:00

Íslenski hesturinn valinn heiðurshestur ársins 2014 í Frakklandi á hestasýningunni Paris Horse Show 2014.

Pur Cheval (hinn hreini hestur) fór af stað með kynningarátak á íslenska hestinum í Frakklandi fyrir 18 mánuðum. Markmiðið með kynningarátakinu var að efla vitund og útbreiðslu íslenska hestsins hjá hestaáhugafólki í Frakklandi og ná til franskra hestamanna með því að setja aukinn kraft í kynningu hans og gefa Frökkum þannig tækifæri til að kynnast þessum ljúfa en ögrandi reiðskjóta. Átakið var unnið í samstarfi við fjölmiðla, reiðskóla og með öflugri þátttöku á kynningarviðburðum og hestasýningum. 

Í samstarfi við helsta hestatímarit Frakklands CHEVAL PRATIQUE hefur tekist að koma íslenska hestinum í hóp þeirra hesta sem fá reglulega umfjöllun hjá tímaritinu. Pur Cheval bauð þremur frönskum reiðmönnum til Íslands; blaðamanni og ljósmyndara ásamt Sophie Thalman, ungfrú Frakkland 1998, sem er mikil hestakona og sjónvarpskona á EQUIDIA (sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í umfjöllun um hestamennsku). Markmið ferðarinnar var að leyfa þeim að upplifa sögulega notkun íslenska hestsins á Íslandi með þátttöku í smalamennsku og réttum. Tekið var þátt í rekstri á Landmannaafrétt og einnig farið í Laufskálarétt í Skagafirði. Um leið var þeim veitt tækifæri til að kynnast skapgerð hestsins sem tengist sterkt landi, veðri og náttúru. Ferðin heppnaðist vel og gaf tímaritið út tvær greinar sem byggðar voru á ferðinni.

Franska sjónvarpsstöðin EQUIDIA er einn aðal fjölmiðillinn í Frakklandi þegar kemur að umfjöllun um hesta. Stöðin sendir út efni allan sólarhringinn um efni tengt hestamennsku sem höfða til allra aldurshópa. Gildir einu hvort um ræðir börn eða fullorðna, áhugamenn eða atvinnumenn í hestamennskunni. Haustið 2013 var tekin upp 52 mínútna sjónvarpsmynd á Íslandi um íslenska hestinn og menningu og kúltúr tengdan honum. Aðalleikarinn í þeirri mynd var þáverandi heimsmeistari í„vaulting“ sem eru fimleikar á hestum. Sjónvarpsmyndin var sýnd reglulega á stöðinn frá janúar til mars 2014 við miklar vinsældir. Í kjölfar frumsýningar myndarinnar vann sjónvarpsstöðin 90 mínútna langan umræðu- og fræðsluþátt um íslenska hestinn, íslenska hestamennsku og Ísland sem Fréttatilkynning upprunaland hans. Núna standa yfir sýningar á 30 mínútna barna- og fjölskylduþætti sem Sophie Thalman sér um og stýrir. Í ágúst s.l. gaf Shopie út barnabók þar sem íslensk meri er í aðalhlutverki.

Pur Cheval hefur ennfremur verið í samstarfi við reiðskóla í Frakklandi og lánað bæði hesta og reiðtygi til þessara skóla ásamt því að leggja til reiðkennara í þeim tilgangi að kynna íslenska hestinn fyrir umsjónarmönnum þessara staða og leyfa áhugasömum að komast í beina snertingu við hestinn á auðveldan máta. Það er skemmst frá því að segja að hesturinn hefur notið ótvíræðra vinsælda í reiðklúbbunum. Árangur hefur m.a. birst í því að reiðskólarnir eru þegar farnir að bæta íslenska hestinum inn í hjörð sína og börn og fullorðnir eru farnir að skipuleggja ferðir til Íslands til að kynnast hestinum nánar.

Stórsýningin The Paris Horse Show er árlegur viðburður sem yfir 140 þúsund manns heimsækja. Hún er vettvangur þar sem saman koma fagmenn og áhugafólk um hesta. Sýningin er markaðstorg fyrir hestafólk hvaðan æva að úr heiminum. Pur Cheval tók þátt í sýningunni 2013, en þar gafst sýningargestum m.a. kostur á að kynnast íslenska hestinum með því að stíga á bak og kynnast þannig gangtegundum hans. Viðbrögð áhorfenda á sýningunni 2013 voru framar öllum vonum og sérstaklega þeim sem komust í beina snertingu við hestinn. Sýningarbás Pur Cheval var loks útnefndur besti sýningarbásinn á Paris Horse Show. Áhrifa sýningarinnar gætti á samfélagsmiðlum vikum og mánuðum saman í framhaldi af sýningunni.

Paris Horse Show hefur nú boðið Pur Cheval að taka þátt í sýningunni annað árið í röð og hefur útnefnt íslenska hestinn sem Heiðurshest ársins 2014. Glæsilegur árangur eftir aðeins 18 mánaðar kynningarátak og er staðfesting á því sem viðhéldum og erum snnfærð um að íslenski hesturinn eigi ríkt erindi til Frakka. Pur Cheval rekur ræktunarbú í L‘Huilerie í Frakklandi og á Miðhrauni á Snæfellsnesi. Stofnendur og eigendur eru Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson. Markmiðið með ræktuninni er að rækta hross, jafnt til frístunda notkunar og keppni. Faglegir ráðgjafar búsins eru Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir. Rekstrarstjóri búsins í Frakklandi er Charlotta Gripenstam. Allt kynningarátakið sem að framan er lýst er kostað af Pur Cheval. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um markaðsátakið á www.purcheval.com