sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn í Óman - video-

28. desember 2011 kl. 11:34

Íslenski hesturinn í Óman - video-

Fyrstu íslensku hestarnir hafa numið land í Mið-Austurlöndum. Fimm hryssur og einn geldingur voru fluttir frá Þýskalandi til Óman við Arabíuskagan í byrjun desember.

Henning Drath hjá isibless fylgdi Frank Heim og Thorsten Weiss til Óman, en fyrir þeirra tilstilli festi soldán veldisins, Qaboos bin Said Al Said, kaup á sex íslenskum hrossum. Nú kenna þeir ómönskum reiðmönnum grunndvallartækni ásetu og þjálfunar hrossanna, en þeir eru að sögn afar hrifnir af liprum gangtegundum hestsins, þá sér í lagi töltinu. Hestarnir taka hitanum og rakanum vel, samkvæmt þýsku þjálfurunum, en heimkynni þeirra þar ytra eru á skuggsælum loftkældum stöðum í velútbúnum hesthúsum.

Hestarnir munu koma fram í fyrsta skipti opinberlega á sýningu til heiðurs soldáninum þann 1. janúar nk.

Meðfylgjandi er myndband frá æfingum landnemanna sex og knapa þeirra.