mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn í fortíð, nútíð og framtíð

20. desember 2014 kl. 12:00

Greinarhöfundur á leið í vinnuna um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Situr á Perlu og teymir Litlu-Svört. Músík í hverju spori.

Hugleiðing um tónlist og hófadyn.

Metnaður og kappsemi hefur fylgt hestaeign svo lengi sem sögur herma og af skiljanlegum ástæðum. Músíkin og íslenski yndisgæðingurinn eru greinar á sama meiði. Hesturinn er íslenska ævintýrið sem laðar hingað erlenda gesti og iðkendur íslenskrar hestamennsku. Saga hennar er í senn fögur og fallvölt. Í 12. tölublaði fjallar Árni Gunnarsson um hugmyndir sínar um hinn íslenska góðhest. Hér er brot úr greininni:

Mig langaði á bak og bauðst hver gæðingurinn öðrum álitlegri. Prófaði nokkra og þar á meðal einn sem mér var sagt að væri óvenju hreyfingamjúkur og gengi svo vel í gegn um sig, Ekki áttum við langa samleið þar til ég gafst upp á reiðskjótanum sem mér virtist vera á góðri leið með að ganga í gegn um- ekki bara sig, heldur okkur báða og þó öllu meira gegn um mig. Í stuttu máli þá reið ég þarna að lokum, stuttan spöl á virðingarlitlum barnahesti sem skilaði mér nær óskemmdum í áningarstað. Ég hef prófað þessa nýju gerð keppnishesta og er ekki launung á því að ég náði sambandi. Ekki sambandi við hest heldur eitthvert dýr sem mér fannst að hefði verið trekkt upp eins og leikfang með einhverjum hnappi. Þetta er ekki lýsing á íslenska hestinum, ævintýrinu sem hreif erlenda gesti á langferðum um íslenskar öræfaleiðir með mýkt sinni og einstökum karakter svo að þeir felldu tár.

Áskrifendur fá blaðið inn um lúguna í næstu viku. Lesa má rafræna útgáfu þess hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.