miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn ekki svo sérstakur

22. febrúar 2011 kl. 14:18

Single Footing hestur á fullri ferð á skeiði. Reiðlagið er eins og það er, býsna frjálslegt!

Stikkorð

Footing  • horses  • Single

Stórir og glæsilegir töltarar og skeiðhestar í Ameríku

Íslenski hesturinn er ekki eins sérstakur og margir vilja vera láta. Jafnvel þótt ýmsir hafi vakið athygli á þeirri staðreynd hafa heittrúaðir látið það sem vind um eyrun þjóta. Með tilkomu Internetsins og YouTube verður lífið þó æ erfiðara fyrir þá sem vilja stýra upplýsingum, eða hylma yfir þær.

Í Ameríku eru þekkt ganghestakyn, svo sem Saddle Breed og Tennessy Walker. Kappreiðar skeiðhesta fyrir kerrum eru líka þekktar. Keppt er ýmist á skeiði eða brokki á hestum af sama hestakyni. Gengir hestar í USA, sem tölta hreint, eru kallaðir Single Footing horses. Um ræktunn þeirra hafa verið stofnuð sérstök samtök (NASHA). Ræktunin er byggð á einstaklingum af ýmsum hestakynjum, sem standast kröfur NASHA.

Svo virðist í fljótu bragði sem Single Footing sé heiti yfir bæði tölt og skeið vestra. Það er að segja, litið er á töltið/skeiðið sem eina gangtegund, sem er riðin hægt, á millifferð, eða á kappreiðaferð. Flestir rækta hross af þessu kyni til ferðalaga, vegna mýktar hans og skapgæða, en einnig er allmargir sem rækta hann sem sýningahest.

Single Footing horses eru til í öllum stærðum og litum. Ræktunarmarkmiðið er að rækta hest sem hefur náttúrulega ganghæfni, gangurinn spanni alla hraða, gangurinn sé mjúkur, geðslagið sé yfirvegað og hesturinn vinnufús og samvinnuþýður, hann sé fótagóður og hraustur.

Reiðlag þeirra sem stunda útreiðar og keppni á Single Footing hestum, þar sem bæði tölt og skeið er riðið, er býsna frjálslegt og hefði sennilega ekki fallið í kramið á afmælishátíð FT. En minnir kannski meira á Murneyrar 19 hundruð og eitthvað. Sjá til dæmis HÉR og HÉR. Svo er einn verulega góður HÉR.