þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski hesturinn á toppinn-

25. janúar 2012 kl. 12:24

Íslenski hesturinn á toppinn-

Hestaleigan Íslenski hesturinn í Fjárborgum í Reykjavík er í þriðja sæti ferðavefsíðunnar Trip Advisor yfir afþreyingu sem mælt er með í Evrópu.  Þjónusta Beggu Rist er þar lofuð í hástert af viðskiptavinum.

„Hestaleigan er í þriðja sæti yfir afþreyingu sem mælt er með í allri Evrópu og kemur næst á eftir ítölskum matardögum og svifflugi í Sviss. Þetta telst einstakur árangur fyrir íslenskt afþreyingafyrirtæki, en alls eru um 46.224 fyrirtæki á listanum.

Hjónin Bergljót Rist og Sveinn Atli Gunnarsson eru eigendur Íslenska hestsins og að vonum ánægð með þau stórkostlegu meðmæli sem fyrirtækið hefur fengið. „Þetta er ofsalega gaman og á svo margan hátt gleðiefni. Þetta er gott fyrir fyrirtækið, íslenska hestinn almennt og auðvitað íslenska ferðamennsku," segir Bergljót sem er menntaður leiðsögumaður og talar ein sjö tungumál.

„Þetta hefur einnig skilað fleiri bókunum til okkar. Nú sér fólk þetta sem eitt af því sem þarf að prófa þegar Ísland er heimsótt sem er frábært, enda Ísland land hestsins.““ segir á fréttavef Vísis.

Begga var í viðtali í 7. Tbl. Eiðfaxa og leyndist þar ekki gleði Beggu yfir þeim góða rómi sem gerður var að fyrirtæki hennar á umsagnarsíðunni Trip Advisor. „Ég verð svolítið hrærð þegar ég les það sem gestirnir skrifa. Að fá svo góð ummæli hefur gífulega þýðuingu fyrir okkur með svo splunkunýtt fyrirtæki. Það er hvatning sem um leið hefur oðrið til þess að auka aðsóknina í ferðirnar til muna,“ sagði hún þá en fyrirækið er innan við ársgamalt.

Til hamingju Begga!

Þessu tengt:
Brú milli áhuga og lífsstíls