miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskar kappreiðar í Winnipeg 1913

9. desember 2009 kl. 13:32

Íslenskar kappreiðar í Winnipeg 1913

Í hnausþykku jólablaði Eiðfaxa, sem nú er í burðarliðnum, verður meðal annars greint frá sögu íslenska hestsins í Vesturheimi. Þar er líkum að því leitt að fyrstu íslensku hrossin í Bandaríkjunum hafi borist þangað með sirkusfólki frá Bretlandi þegar árið 1864. Þá er upplýst að góðborgarar af íslenskum ættum í Winnipeg eignuðust íslenska reiðhesta snemma á 20. öldinni og að efnt var til kappreiða íslenskra hesta á Íslendingadeginum þar í borg þann 2. ágúst árið 1913. Er það líklega fyrsta keppni eingöngu ætluð íslenskum hestum sem fram fór á erlendri grundu. Jólablaðið mun berast áskrifendum eftir helgi.