þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenska landsliðið valið - eitt sæti laust

10. júlí 2013 kl. 17:23

Hafliði Halldórsson, hrossabóndi á Ármóti á Rangárvöllum, hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.

Það styttist óðum í heimsmeistaramótið í Berlín.

Mikil eftirvænting hefur verið fyrir kynningu Íslenska Landsliðsins. 21 knapi skipa landsliðið í hestaíþróttum sem keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Berlín sem hefst þann 4. ágúst n.k.

Þar af eru þrír titilverjandi heimsmeistarar frá HM 2011 í Austurríki sem eiga keppnisrétt á á HM í Berlín en það eru þeir Jóhann Rúnar Skúlason, Eyjólfur Þorsteinsson og Bergþór Eggertsson. Hinrik Bragason, Viðar Ingólfsson og Jakob S. Sigurðsson tryggðu allir sér sæti á Gullmótinu fyrr í sumar svo fjögur sæti voru laus.

Landsliðsstjórnin valdi í þau sæti og voru þau Daníel Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason og Guðlaug Marín Guðnadóttir fyrir valinu. Einu sæti verður haldið opnu og verður valið í það eftir helgi þegar Íslandsmóti fullorðna er lokið.

Fimm ungmenni eru í landsliðshópnum en ljóst var hvaða fjögur ungmenni myndu keppa fyrir Íslandshönd eftir Gullmótið en Arna Ýr Guðnadóttir, Arnar Bjarki Sigurðsson og Flosi Ólafsson tryggðu sér öll sæti á því móti. Konráð Valur Sveinsson var síðan valin eftir mótið til að keppa í 100m. skeiði. Gústaf Ásgeir Hinriksson bættist í hópinn eftir að hafa verið valin af liðstjóra. 

Liðið samanstendur því af sjö keppendum í fullorðinsflokki, fimm ungmennum, fimm knöpum á kynbótahrossum og þremur titilverjendum. Liðið hefur á að skipa reyndum og sterkum knöpum og hestum, enda vænst mikils af liðinu á þýskri grundu í ágúst.

Landslið 2013

Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokki frá Fellskoti (ríkjandi heimsmeistari) - Tölt - Fjórgangur
Eyjólfur Þorsteinsson  Spyrna frá Vindási  (ríkjandi heimsmeistari) - Gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið
Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor (ríkjandi heimsmeistari) - Gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið
Hinrik Bragaaon og Smyrill frá Hrísum - Tölt - Fjórgangur 
Viðar Ingólfsson og Hrannar frá Skyggni - Fjórgangur - Slaktaumatölt
Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum - Fimmgangur - Slaktaumatölt -Gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið
Guðlaug Marín Guðnadóttir og Toppur frá Skarði - Gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið
Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi Hofi - Fimmgangur - Slaktaumatölt - gæðingaskeið- 100 og 250 m skeið (liðstjóravalinn)
Daníel Jónsson og Oliver frá Kvistum - Fimmgangur - Slaktaumatölt - gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið (liðsjóravalinn)

Eitt sæti verður valið eftir næstu helgi

Ungmenni

Flosi Ólafsson og Möller frá Blesastöðum 1A - Tölt - Fjórgangur
Arna Ýr Guðnadóttir og Þróttur frá Fróni - Tölt - Fjórgangur
Arnar Bjarki Sigurðarson og Arnar frá Blesastöðum 2A - F1 - T2 - Gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið
Konráð Valur Sveinsson og Þórdís frá Lækjarbotnum - Gæðingaskeið - 100 og 250 m skeið  (liðstjóravalinn)
Gústaf Ásgeir Hinriksson og Björk frá Enni Fjórgangur - Slaktaumatölt  (liðstjóravalinn)

Varaknapi:  Birgitta Bjarnadóttir og Blika frá Hjallanesi

 

Kynbótahross:

Stóðhestar:

7. vetra og eldri - Feykir frá Háholti og Sigurður Óli Kristinsson (8,71) 
6 vetra - Gígur frá Brautarholti og Þórður Þorgeirsson  (8,53) 
5 vetra - Desert frá Litlalandi og Guðmundur Fr Björgvinsson (8,35)

Hryssur:

7 vetra og eldri - Salka frá Snjallsteinshöfða og Elías Árnason (8,32)
6 vetra - Fura frá Hellu og Guðmundur Fr Björgvinsson  (8,53)
5 vetra - Vakning frá Hófgerði og Sigurður V Matthíasson  (8,33)