laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð

24. apríl 2015 kl. 09:36

Hesta-Bjarni.

Kennslusýning Hólanema í Svaðastaðahöll.

Hólanemar á þriðja ári standa fyrir kennslusýningunni "Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð" með leikrænum tilburðum í Svaðastaðahöll á Sauðárskróki, laugardaginn 25. apríl kl. 13.

"Hið gamla mætir hinu nýja í þessari bráðskemmtilegu kennslusýningu 3. árs Hólanema. Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína er hinn sérstæði snillingur Hesta-Bjarni, að ógleymdri hinni fræknu ljósmóður Skagfirðinga Valdísi Ólafsdóttur," segir í tilkynningu frá Hólanemum.