þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslensk hestamennska og dýravelferð

28. október 2013 kl. 10:00

Huga þarf vel að hrossum í keppni

Í nýjasta töltublaði Eiðfaxa ritar Hallgerður Hauksdóttir ritari Dýraverndunarsambands Íslands grein sem fjallar meðal annars um áverka og síauknar kröfur til kynbóta og keppnishrossa.

"Ef samtalið um velferð hesta og mannúðlega meðferð þeirra hefði alla tíð verið eðlilegur hluti af hestamennsku, námi um hestamennsku og innan atvinnugeirans og það rætt jafn opinskátt og eðlilega og t.d. þróun reiðhnakka eða kortlagning reiðvega, mætti gefa sér að áherslur væru með eðlilegra móti.“

Áhugaverð grein sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hægt er að nálgast Eiðfaxa í öllum helstu hestavöruverslunum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is