laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslensk hestaferð heillar

18. október 2011 kl. 09:07

Íslensk hestaferð heillar

„Gullni hringurinn“, átta daga hestaferð Íshesta þar sem riðið er um uppsveitir Suðurlands, Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp, yfir í Tungurnar, um Brúarhlöð og að Gullfossi og Geysi, lenti á dögunum í sæti númer fjögur á lista ferðavefjar CNN, CNN Go, yfir 15 bestu hestaferðir í heimi.

Segir í umsögn um Gullna hringinn, Golden Circle, að í ferðinni sé hægt að njóta hestamennskunnar á sama tíma og helstu ferðamannastaðir landsins séu heimsóttir, auk þess sem kvöldunum sé eytt í heitum laugum undir stjörnubjörtum himni.
 
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.
 
Í greininni sem nálgast má hér, lendir ferð um Cappadocia hérað í Tyrklandi á toppi listans, ferð um fagurt fjallendi í Írlandi í öðru sæti og ævintýraleg ferð um óseyrar í Botswana í því þriðja.
 
Um Íslenska hestakynið segir greinahöfundur: "Their unique way of moving, called the tölt, allowed Icelanders to use horses as the sole mode of transportation for centuries. [...] Icelandic horses are small, but these strong Viking horses are said by Icelanders to be so tough that they can’t possibly be called ponies."