fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingar áberandi

25. október 2019 kl. 17:25

Daníel Ingi Smárason er tilnefndur til kynbótaknapa ársins í Svíþjóð

Svíar hafa gefið út tilnefningar til hrossaræktarbúa ársins sem og kynbótaknapa ársins

 

Svíar hafa gefið það út hvaða hrossaræktarbú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna í ár auk þess að kynna hvaða kynbótaknapar eru tilnefndir til kynbótaknapa ársins.

Það vekur athygli að Daníel Jónsson er tilnefndur til kynbótaknapa ársins og er því tilnefndur til þeirra verðlauna bæði hér heima á Íslandi og í Svíþjóð, frábær árangur hjá honum. Þá eru allir þeir knapar sem tilnefndir eru fæddir og uppaldir á Íslandi.

Fimm ræktunarbú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna og má sjá meðaltöl þeirra hér neðar í fréttinni.

Hér má sjá þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru

Ræktunarbú

Fjöldi sýndra hrossa

Meðaltal sköpulags

Meðaltal hæfileika

Meðaltal aðaleinkunnar

Meðalaldur

Hlutfall hryssa úr árgöngum 2012, 2013,2014

BACKOME

4

8,56

8,38

8,45

6,8

83,3%

GUNVARBYN

7

8,44

8,06

8,21

6,0

45,5%

LILLA STRÄCKÅS

3

8,25

7,99

8,09

6,3

50%

SKÁNEYLAND

5

8,12

7,84

7,95

5,8

25%

STALL VITAVILLAN

2

8,15

8,39

8,25

7,5

100%

 

Hér má sjá tilnefnda knapa í flokknum kynbótaknapi ársins

Knapi

Fjöldi sýndra hrossa

Fjöldi hrossa sýnd í fyrsta skipti

Meðalaldur

Meðaltal aðaleinkunnar

Daníel Jónsson

9

7

6,2

8,18

Daníel Ingi Smárason

14

10

7,1

7,83

Eyjólfur Þorsteinsson

18

8

7,0

7,98

Erlingur Erlingsson

37

18

6,9

8,03

Vignir Jónasson

6

0

7,0

8,28