þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmótin verða haldin saman

1. febrúar 2015 kl. 17:03

Hestamannafélagið Sprettur hefur fengið leyfi til að halda mótin saman.

Stjórn LH hefur fallist á ósk Hestamannafélags Spretts um að halda bæði Íslandsmótin saman í sumar. Áður hafði LH hafnað ósk Sprettara um að halda bæði Íslandsmót barna og unglinga ásamt Íslandsmóti fullorðinna á sömu dagsetningum.

Bæði Íslandsmót barna, unglinga og fullorðinna verður því haldið á félagssvæði Spretts í Kópavogi dagana 9. - 12. júlí í sumar.