laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót haldin í sitthvoru lagi

6. janúar 2015 kl. 11:45

Hestamannafélagið Sprettur

Hestamannfélagið Sprettur fær ekki að halda sameiginlegt Íslandsmót yngri flokka og fullorðinna.

Stjórn LH hefur hafnað beiðni hestamannafélagsins Spretts um að fá að halda Íslandsmót yngri flokka og Íslandsmót fullorðinna á sama tíma næsta sumar.

Stjórnin vísar í lög og reglur L.H. en í grein 5.2 segir  að skipta skal upp Íslandsmóti og halda þau í sitthvoru lagi. Samkvæmt reglunum er þó heimilt sé að halda mótin saman, sé þess ekki nokkur kostur að halda þau í sitthvoru lagi.

Bæði Íslandsmótin verða haldinn á svæði hestamannafélagsins Spretts samkvæmt niðurstöðu kosninga á framhalds-Landsþingi LH í nóvember, en hestamannafélagið Hörður hafði einnig sótt um að halda Íslandsmót yngri flokka.