þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmótið í járningum hrossa

31. október 2011 kl. 09:45

Erlendur Árnason, Leó Hauksson, Högni Sturluson og Kristinn Hugason sem veitti verðlaunin. Ljósmynd Rósberg Óttarsson

Högni Sturluson Íslandsmeistari

Högni Sturlusson var krýndur íslandsmeistari í járningum  á Íslandsmeistaramótinu í járningum hrossa sem haldið var á Mið-Fossum í Borgarfirði í gær. Keppnin var hluti af ráðstefnu sem Járningamannafélag Ísland stóð fyrir og mættu vel á annað hundrað  manns á svæðið. Sjö keppendur tóku þátt í járningakeppninni og eins og áður sagði sigraði Högni en Leó Hauksson varð annar og Erlendur Árnason þriðji. Aðrir þátttakendur voru Sigurður Torfi Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Halldórsson og Kjartan Jónsson.