miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmótið: Elvar og Kóngur leiða í 250 metra skeiði

15. júlí 2011 kl. 18:48

Íslandsmótið: Elvar og Kóngur leiða í 250 metra skeiði

Tveir sprettir af fjórum voru farnir í keppnum í 250 metra skeiði. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjarmóti voru fljótastir en þeir fóru metranna á 22,68 sekúndum.

Seinni tveir sprettirnir verða farnir á morgun, en samkvæmt dagskrá mun 250 metra skeiðkeppnin fara fram kl. 10.30

Staðan eftir tvo spretti er eftirfarandi:
(Nafn og Hestur – besti sprettur – einkunn)
1. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjarmóti – 22,68 – 7,86
2. Ævar Örn Guðjónsson og Gjafar frá Þingeyrum – 23,16 – 7,47
3. Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal – 23,20 – 7,44
4. Teitur Árnason og Korði frá Kanastöðum – 23,22 – 7,42
5. Árni Björn Pálsson og Korka frá Steinnesi – 23,33 – 7,34
6. Veronika Ebert og Tenór frá Norður-Hvammi – 24,95 – 6,04
7. Daníel Ingi Smárason og Hörður frá Reykjavík – 27,07 – 4,34
8. Þórir Örn Grétarsson og Blossi frá Skammbeinsstöðum 1 – 0
9. Steinn Haukur Hauksson og Hraðsuðuketill frá Borgarnesi – 0