mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmóti lokið

Óðinn Örn Jóhannsson
23. júlí 2018 kl. 08:33

júlía frá Hamarsey Íslandsmeistari í tölti fullorðinna.

Var haldið á Landsmótssvæði Fáks í Víðidal.

Sunnudagur úrslit

Síðasti dagur Íslandsmóts í hestaíþróttum yngri og eldri flokka sem fram fór fram í Víðidal í Reykjavík var viðburðaríkur. Keppt var í A-úrslitum í öllum greinum yngri og eldri flokka auk þess sem keppt var í skeiði 150m og 250m. Fjölmargir Íslandsmeistarar voru krýndir. 

 

Í 100m skeiði náði Konráð Valur Sveinsson besta tíma á hestinum Kjark frá Árbæjarhjáleigu II, 7.42 sek.

Í 150m skeiði bar Sigurður Vignir Matthíasson á Létti frá Eiríksstöðum sigur úr býtum á tímanum 14.17 sek.

Í 250m skeiði var það svo að Konráð Valur Sveinsson sigraði á Kjark frá Árbæjarhjáleigu II  á tímanum 21.23 sek.

Í gæðingaskeiði opnum flokki sigraði Sigurður Vignir Matthíasson á hestinum Létti frá Eiríksstöðum með einkunnina 8.

 

Fjórgangur fullorðinna

Íslandsmeistari 2018 í fjórgangi er Árni Björn Pálsson á Flaumi frá Sólvangi með einkunnina 7.93. Þeir komu efstir inní úrslit og héldu því sæti í úrslitum. 

Fjórgangur ungmenna 

Fjórgangur ungmenna fór á þann veg að Elísa Benedikta Andrésdóttir og Lukka frá Bjarnanesi báru sigur úr býtum með einkunnina 6.67 og eru því Íslandsmeistarar 2018.

Fimmgangur fullorðinna

Íslandsmeistari var krýndur Teitur Árnason á Hafsteini frá Vakursstöðum með einkunnina 7.52. Þeir voru einnig efstir eftir forkeppni og héldu því forskoti.

 

Fimmgangur ungmenna

Í fimmgangi ungmenna sigraði Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Bjarkey frá Blesastöðum með einkunnina 6.64. Samanlagður fimmgangssigurvegari í ungmennaflokki er Sölvi Karl Einarsson á hestinum Verði frá Hafnarfirði.

Fimmgangur unglinga

Íslandsmeistari unglinga er Kristófer Darri Sigurðsson en hann sigraði á Vorboða frá Kópavogi með einkunnina 6.69.

Tölt T2 fullorðinna

Hulda Gústarfsdóttir og Valur frá Árbakka sigruðu Tölt T2 með einkunnina 7.67

Tölt T2 ungmenna

Íslandsmeistarar í T2 urðu Atli Freyr Maríönnuson á hestinum Sverði frá Sámsstöðum með einkunnina 7.25.

Tölt T2 unglinga

Í þessum flokki sigraði Védís Huld Sigurðardóttir á hestinum Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með einkunnina 7.30. Hún og Kristófer Darri Sigurðsson á Brúney frá Grafarkoti voru jöfn eftir úrslit og því þurftu dómarar að gefa úrslita sætaröðun um hvort þeirra hampaði Íslandsmeistaratitlinum 2018. 

Tölt T1 fullorðinna

Íslandsmeistarar 2018 í tölti T1 urðu Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með glæsieinkunnina 9.39. Jakob og Júlía eru einnig samanlagðir fjórgangssigurvegarar árið 2018.

Tölt T1 ungmenni

Í ungmennaflokki sigraði Arnór Dan Kristinsson á Dökkva frá Ingólfshvoli með einkunnina 7.28. Jafn honum var Benjamín Sandur Ingólfsson á Muggu frá Leysingastöðum. Dómarar þurftu því að gefa þeim úrslita sætaröðun og því fór svo að Arnór Dan hampaði titlinum. Einnig var Arnór Dan samanlagður fjórgangssigurvegari. 

Tölt T1 unglingar

Íslandsmeistari unglinga er Glódís Rún Sigurðardóttir á hestinum Dáð frá Jaðri með einkunnina 7.44. Hún var einnig stigahæsti knapi í unglingaflokki.

Tölt T1 barnaflokkur

Í barnaflokki sigraði Guðný Dís Jónsdóttir á Roða frá Margrétarhofi með einkunnina 6.89. 

Fjórgangur unglinga

Í fjórgangi unglinga er Íslandsmeistari 2018 Glódís Rún Sigurðardóttir á Dáð frá Jaðri með einkunnina 7.44.

Fjórgangur barna

Í fjórgangi barna sigraði Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Nútíð frá Leysingjastöðum II með einkunnina 6.67.