þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót

30. apríl 2014 kl. 16:10

Hinrik og Sigur

Lágmörk

Íslandsmótin í hestaíþróttum verða haldin dagana 23. - 26. júlí 2014 á félagssvæði Fáks í Víðidalnum í Reykjavík. Að þessu sinni verða bæði mótin, þ.e. ÍM yngri flokka og fullorðinna, haldin samtímis á sama svæðinu en keppt á tveimur völlum. 

Keppnisnefnd LH gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinarnar á Íslandsmóti fullorðinna. Þetta eru sömu lágmörk og voru á sínum tíma sett til grundvallar þátttöku í meistaraflokki.

Sjá hér fyrir neðan:

  • Tölt T1 6,5
  • Fjórgangur V1 6,2
  • Fimmgangur F1 6,0
  • Tölt T2 6,2
  • Gæðingaskeið PP1 6,5
  • Fimi 6,0
  • 250 m skeið 26 sek.
  • 150 m skeið 17 sek.
  • 100 m skeið 9 sek.