mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót yngri flokkana

8. nóvember 2013 kl. 15:13

17. - 20. júlí 2014

Það er hestamannafélagið Fákur sem halda mun Íslandsmót yngri flokka á næsta ári og hefur mótinu verið fundin dagsetningin 17. - 20. júlí 2014. 

Mótið verður á næsta ári hápunktur íþróttakeppninnar hjá yngri kynslóðinni og þar munu okkar framtíðarknapar öðlast mikilvæga keppnisreynslu, vinna sigra og taka þátt í skemmtilegu móti og efla félagslega þáttinn um leið. 

Það verður vel tekið á móti yngri kynslóðinni í Fáki 17. - 20. júlí á næsta ári, sem og endranær og allir velkomnir.