þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót yngri flokkana - ráslistar.

14. júlí 2013 kl. 01:21

395 skráningar

"Nú er skráningu á Íslandsmót yngri flokka lokið og er óhætt að sega að fjöldi skráninga fór fram úr okkar björtustu vonum. En alls skráðu sig 99 krakkar með 242 hesta og með 395 skráningar. Þannig að við sjáum fram á langt, strangt, skemmtilegt og síðast en ekki síst sterkt Íslandsmót. Undirbúningi okkar Léttismanna er að ljúka og var öflugur vinnuhópur að reyta arfa, strengja línur og laga til í dag og síðustu daga. Mikil tilhlökkun er í okkur að fá alla þessa frábæru krakka og fjölskyldur þeirra í heimsókn til okkar. Við viljum benda sunnlendingunum sérstaklega á að koma með sólarvörn með sér og passa að hafa alltaf vatn við höndina því mikil hætta er á ofþornun svona í sólinni ;o) en spáin er mjög góð fyrir mótið. Hér er hægt að kíkja á norsku veðurstofuna http://www.storm.no/vaer/akureyri#dag=0

En hér er RÁSLISTINN og er hann birtur með fyrirvara um breytingar og eruð keppendur beðnir að fara vel yfir listann og láta okkur vita á lettir@lettir.is ef eitthvað er ekki eins og það á að vera" segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Létti