miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót yngri flokka

Óðinn Örn Jóhannsson
3. júlí 2017 kl. 15:04

Bjóða upp á hindrunarstökkkeppni.

Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Hólum daganna 13-16 júlí næstkomandi en fyrir þá sem vilja kynna sér dagskrá mótsins er bent á Facebook síðu mótsins (Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum).

Á Hólum verður boðið upp á keppni í hindrunarstökki. Til að vekja áhuga á greininni er boðið upp á einfalda og skemmtilega hindrunarbraut sem er sérhönnuð fyrir mótið að þessu sinni og hugsuð sem kynning á hindrunarstökki. Við vonum að sem flestir skrái sig og taki þátt í þessari skemmtilegu grein. Hindrunarstökk er góð leið til að bæta jafnvægi hests og knapa og eykur næmni knapans fyrir ábendingum og svörun hestsins við þeim. Sé vel að verki staðið hafa bæði hestar og knapar gaman af því að stökkva yfir hindranir og hindrunarstökk bætir einnig kjark og leikni. Mikilvægt er að knapar muni eftir að hafa gaman af og leyfi sér að njóta sem flestra hliða hestamennskunnar. Verkefnislýsing, skýringamynd af brautinni og reglur verða birt á facebook síðu mótsins (Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum) og á heimasíðu Skagfirðings https://skagfirdingur.is/ .