þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekkert daggjald tekið fyrir hesthúsapláss á Akureyri

4. júlí 2013 kl. 15:12

léttir

Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. – 21. Júlí. Margir knapar munu líklega koma langt að.

Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. – 21. Júlí. Margir knapar munu líklega koma langt að. Ekkert daggjald verður teki fyrir hest í hesthúsunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Létti:

Þið getið pantað hesthúsapláss á Akureyri á tvennan hátt: Með því að senda póst á elfa@nett.is eða hringja í Svein Arnarsson í síma 662-1121 og pöntunin verður tekin niður fyrir þig. Hesthúsin eru afar nálægt keppnissvæðinu.

Við viljum taka vel á móti gestum okkar sem koma á svæðið og bjóðum við því eftirfarandi:Ekkert gjald er tekið fyrir hest í hesthúsunum.Lífland verður með opið alla helgina, sem er steinsnar frá keppnissvæðinu og verður hægt að kaupa kurl þar, þannig að ekki þarf að flytja kurl langar leiðir.

Með þessu vonumst við til þess að taka vel á móti þeim gestum sem sækja okkur heim þessa keppnisdaga." segir í tilkynningu frá Létti