sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót: Sigur íslandsmeistari í fjórgangi

16. júlí 2011 kl. 15:44

Íslandsmót: Sigur íslandsmeistari í fjórgangi

Nokkrar sviptingar urðu í fjórgangskeppni Íslandsmótsins.

Fyrirfram var Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum sigurstrangleg, enda komu þau efst inn í úrslit, og hlutu meðal annars tvær 9,5 og eina 9 frá dómurum fyrir tölt, skeikaði hins vegar örlítið í brokki og varð þannig af titlinum. Enn heitur eftir töltúrslitin sýndu Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki mátt sinn og megin og skutu sér úr fjórða sæti í það fyrsta með öruggri sýningu. Olil og Kraflar hlutu silfur og Hulda Gústafsdóttir og Sveigur frá Varmadal fékk brons.

Hinrik varð einnig íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum.

Úrslit fjórgangskeppninnar urðu eftirfarandi:
  1. Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki – 8,07
  2. Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum – 8,00
  3. Hulda Gústafsdóttir og Sveigur frá Varmadal – 7,97
  4. Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þingnesi – 7,93
  5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Þórir frá Hólum – 7,80
  6. Jakob Svavar Sigurðsson og Asi frá Lundum II – 7,50