miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót fullorðinna

8. nóvember 2013 kl. 15:16

Alur frá Lundum

23. - 27. júlí2014

Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 23. - 27. júlí á næsta ári. Sörlamenn halda mótið, sem er án efa hápunktur íþróttakeppninnar hvert ár. 

Mótið er WR mót og keppt verður í öllum greinum í efsta flokki íþróttakeppninnar, þ.e. meistaraflokki:
F1, V1, PP1, P1, P2, P3, T1, T2. 

Það verður gaman að sækja Hafnfirðinga heim næsta sumar, enda er víst búið að semja við veðurguðina og allt.