fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna úrslit

15. ágúst 2010 kl. 18:27

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna úrslit

Ásdís Ósk Elvarsdóttir er íslandsmeistari í tölti barna.

Það var ekkert gefið eftir í úrslitum í tölti barna. Ásdís Ósk kom efst inn í úrslitin en Dagmar var í öðru sæti eftir forkeppni.  Magnús var hinsvegar ekki langt undan og ætlaði að blanda sér í úrslitin. Eftir hæga töltið og hraðabreytingar þá var Magnús komin í efsta sætið en Ásdís ætlaði ekki að gefa þetta eftir og reið greiða töltið mjög vel og uppskar fyrir það. Alexander Freyr náði svo að læða sér í þriðja sætið með góðri sýningu.
 
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Mön frá Lækjamóti 6,67 
2 Magnús Þór Guðmundsson / Drífandi frá Búðardal 6,62 
3 Alexander Freyr Þórisson / Þráður frá Garði 6,24 
4 Dagmar Öder Einarsdóttir / Kjarkur frá frá Ingólfshvoli 6,23 
5 Rúna Tómasdóttir / Brimill frá Þúfu 6,14 
6 Harpa Sigríður Bjarnadóttir / Trú frá Álfhólum 5,93
 
Guðmunda Ellen og Blæja Íslandsmeistarar í tölti Unglinga.
Það voru 7 knapar í úrslitum í tölti Unglinga og því nóg að gera fyrir dómarana. Gústaf var með forystu eftir hæga töltið og allt stefndi í einvíki milli hanns og Guðmundu. Hraðabreytingarnar gegnu betur hjá Guðmundu og hún kórónaði svo góða sýningu með glæsilegri yfirferð. 
 
1 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir / Blæja frá frá Háholti 6,93 
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Naskur frá Búlandi 6,67 
3 Hulda Kolbeinsdóttir / Nemi frá Grafarkoti 6,48 
4 Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 6,46 
40304 Fríða Marý Halldórsdóttir / Sómi frá Böðvarshólum 6,38 
40304 Birgitta Bjarnadóttir / Snót frá Prestsbakka 6,38 
7 Grímur Óli Grímsson / Djákni frá Útnyrðingsstöðum 6,27
 
Hekla Katharína Islandsmeistari í tölti Ungmenna
Hekla náði sér í annan Íslandsmeistaratitil í dag þegar hún sigraði tölt Ungmenna á Honum Gautrek sínum. Eins og tölurnar gefa til kynna þá voru í þessum úrslitum margir glæsihestar sem eiga eflaust eftir að gera góða hluti í fullorðinsflokkum á næstu árum. 
 
1. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Gautrekur frá Torfastöðum 7,21 
2. Vigdís Matthíasdóttir / Stígur frá Halldórsstöðum 6,91 
3-4. Kári Steinsson / Tónn frá Melkoti 6,86 
3-4. Agnes Hekla Árnadóttir / Vignir frá Selfossi 6,86 
5. Leó Hauksson / Ormur frá Sigmundarstöðum 6,60 
6. Sara Sigurbjörnsdóttir / Hálfmáni frá Skrúð 2,13 (fór út úr braut)
 
Teitur Árnason Íslandsmeistari í Slaktaumatölti
Teitur heldur áfram að safna að sér titlum og að þessu sinni sigraði hann Slaktaumatöltið á Öðlingi frá Langholti. Systkinin frá Árbakka þau Edda Hrund og Gústaf voru í þessum úrslitum og stóra systir var ekkert að gefa litla bróðir eftir í þessari keppni.
 
1 Teitur Árnason / Öðlingur frá Langholti 7,29 
2 Edda Hrund Hinriksdóttir / Glæsir frá Ytri-Hofdölum 6,65 
3 Jón Bjarni Smárason / Vafi frá Hafnarfirði 6,46 
4 Vigdís Matthíasdóttir / Rómur frá Gíslholti 6,31 
5 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Knörr frá Syðra-Skörðugili 6,07
 
Gústaf Ásgeir íslandsmeistari í fimmgangi unglinga
Gústaf ásgeir náði að tryggja sér sigur í fimmgangi Unglinga rétt í þessu. Fimm keppendur voru í úrslitunum og þar af 3 sem enn eru í barnaflokki. Eitthvað þurfa því unglingarnir að fara að taka fram alhliðahestana á næstunni. En krakkarnir sýndu góð tilþrif þó að völlurinn hafi verið þungur og skeiðsýningarnar því erfiðar. 
 
Teitur íslandsmeistari í fimmgangi Ungmenna
Íslandsmótinu lauk með keppni í fimmgangi ungmenna og var það Teitur sem að sigraði á Þul frá Hólum. 
 
Fimmgangur unglinga
 
1. Gústaf Ásgeir Hinriksson / Magna frá Dalsmynni 6,14 
2. Arnór Dan Kristinsson / Völur frá Árbæ 6,06 
3. Valdís Björk Guðmundsdóttir / Vestfjörð frá Fremri-Hvestu 5,39 
4. Konráð Valur Sveinsson / Tralli frá Kjartansstöðum 5,32 
5. Sigrún Rós Helgadóttir / Víðir frá Holtsmúla 1 4,73
 
Fimmgangur ungmenna
 
1. Teitur Árnason / Þulur frá Hólum 6,60 
2-3. Sigurður Rúnar Pálsson / Glettingur frá Steinnesi 6,41 
2-3. Kári Steinsson / Óli frá Feti 6,41 
4. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Sjarmur frá Árbæjarhjáleigu 2 6,19 
5. Jón Herkovic / Formúla frá Vatnsleysu 5,96 
6. Patrik Snær Bjarnason / Óðinn frá Hvítárholti 5,61