þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmót 2017

2. mars 2017 kl. 10:05

Hulda Gústafsdóttir og Askur frá Laugamýri á Íslandsmóti 2016

Tilkynning frá keppnisnefnd LH um einkunnalágmörk á Íslandsmót árið 2017

Íslandsmót fullorðinna 2017 verður haldið á Hellu dagana 6. - 9. júlí.

Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.

Tekin var ákvörðun um að setja lágmörkin þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:

  • Tölt T1 6,5
  • Fjórgangur V1 6,2
  • Fimmgangur F1 6,0
  • Tölt T2 6,2
  • Gæðingaskeið PP1 6,5
  • 250 m skeið 26 sekúndur
  • 150 m skeið 17 sekúndur
  • 100 m skeið 9 sekúndur

Keppnisnefnd