fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmeistari í járningum

13. nóvember 2016 kl. 00:03

Gunnar Halldórsson, Íslandsmeistari í járningum.

Nýr íslandsmeistari í járningum var krýndur nú um helgina.

Járningadagar Íslands fóru fram að Mið-Fossum í Borgarfirði nú um helgina. Þar voru haldin námskeið og sýnikennslur. Leiðbeinandi á námskeiðinu sem og dómari á Íslandsmótinu í járningum var meistara járningamaðurinn Lars Anderson frá Svíþjóð.

Íslandsmeistari í járningum var krýndur Gunnar Halldórsson eftir sigur í harðri keppni. Gunnar varð einnig íslandsmeistari 2013 og 2014 og hefur því unnið þennan titil oftast allra.

Íslandsmeistaramótið í járningum var fyrst haldið árið 2009 og var þetta því í sjöunda sinn sem keppnin fer fram. Fyrsti Íslandsmeistarinn í þessari grein var Sigurður Torfi Sigurðsson en ríkjandi meistari þangað til núna um helgina var Leó Hauksson.

Ljóst er að fagmennska í járningum er alltaf að aukast og á Íslandi eigum við orðið mikið magn af mjög frambærilegum járningarmönnum