föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsmeistarar í fimi

4. júlí 2019 kl. 22:20

Védís Huld og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum

Í kvöld fór fram í reiðhöllinni í Víðidal keppni í fimi

 Keppni í fimi fór fram í kvöld á íslandsmótinu. Keppnin fór fram í Reiðhöllinni og tóku alls 14 knapar þátt í þremur flokkum.

Þrír íslandsmeistarar voru því krýndir.

Íslandsmeistari í fimi ungmenna er Thelma Rut Davíðsdóttir en hestur hennar er Þráður frá Ármóti og hlutu þau í einkunn 6,90. Í öðru sæti varð Birta Ingadóttir og Fluga frá Oddhóli með 6,57 í einkunn

Niðurstöður í fimi ungmenna
1. Thelma Rut Davíðsdóttir – 6,90
2. Birta Ingadóttir – 6,57

Íslandsmeistari í fimi unglinga er Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum en einkunn þeirra var 8,07. Í öðru sæti, rétt á eftir Védísi, var Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi með 8,03 í einkunn.

Niðurstöður í fimi unglinga:
1. Védís Huld Sigurðardóttir – 8,07
2. Katla Sif Snorradóttir – 8,03
3. Benedikt Ólafsson – 7,37
4. Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson – 7,27
5. Selma Leifsdóttir – 7,20
6. Þórgunnur Þórarinsdóttir – 7,03
7. Aron Freyr Petersen – 0,0

Íslandsmeistari í fimi barna er Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Daníel frá Vatnsleysu en einkunn þeirra er 7,17. Í öðru sæti varð Sara Dís Snorradóttir og Sómi frá Holtsmúla 2 með 6,57.

Niðurstöður í fimi barna:
1. Guðmar Líndal – 7,17
2. Sara Dís Snorradóttir – 6,57
3. Lilja Rún Sigurjónsdóttir – 6,00
4. Sigrún Helga Halldórsdóttir – 4,80
5. Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir – 0,0