fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland yfir meðaltali

29. apríl 2015 kl. 12:00

Þórdís frá Selfossi, fékk 7,86 í aðaleinkunn á Landsmótinu 2014 í flokki 4 vetra hryssna. Hún hefur hlotið hæst 7,99 í aðaleinkunn.

Rýnt í meðaltalseinkunnir kynbótadóma árið 2014.

Hross sem komu fyrir kynbótadóm á Íslandi árið 2014 hlutu að meðaltali hærri aðaleinkunn en hross erlendis. Meðaltal aðaleinkunnar fyrir hross dæmd á Íslandi var 7,91. Þegar meðaltalseinkunn fyrir alla dóma, sem kveðnir voru upp í heiminum árið 2014 reynist meðaleinkunnin 7,86.

Meðaltalseinkunn fyrir sköpulag reyndis í fyrra 7,95 en fyrir kosti var meðaltalseinkunnin 7,79. Hæsta meðaltalseinkunn reyndist vera fyrir vilja og geðslag, 8,24 en sú lægsta, utan skeiðs, er fyrir réttleika og prúðleika, 7,59. Meðaltalið fer yfir 8 í fjórum þáttum kynbótadómsins; samræmi, tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Meðaltöl fyrir alla dóma ársins 2014:

Höfuð    7.76
Háls/herðar/bógar    8.13
bak/lend    7.96
Samræmi    8.05
Fótargerð    7.88
Réttleiki    7.59
Hófar    7.98
Prúðleiki    7.59
Sköpulag    7.95
Tölt    8.02
Hægt tölt    7.81
Brokk    7.77
Skeið     6.63
Stökk    7.98
Vilji/geðslag    8.24
Fegurð í reið    8.04
Fet    7.61
Hæfileikar    7.79
Aðaleinkunn    7.86