miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland vann

3. september 2019 kl. 12:00

Ritstjórapistill úr nýútkomnu tölublaði Eiðfaxa

 

 

Eins og flestum hestamönnum er kunnugt um að þá fór heimsmeistaramót íslenska hestsins fram í Berlín nú í ágúst. Á mótið er talið að hafi mætt um það bil 10.000 manns. Alls tóku fimmtán mismunandi aðildarlönd innan FEIF þátt í mótinu og var það misjafnt hversu marga keppendur hver þjóð sendi til leiks. Íslendingar og Þjóðverjar sendu flesta keppendur til leiks á mótið, alls nítján knapa í keppnisgreinar og sex hross til kynbótadóms.

Af þeim þjóðum sem sendu keppendur á mótið komu fæstir frá Slóveníu, einungis einn keppandi. Eins og í öðrum íþróttum að þá taka áhorfendur virkan þátt í keppninni og hvetja keppendur síns lands til dáða. Það er mjög mikilvægt þáttur í því að fá áhorfendur til þess að fylgjast með íþróttum, fyrir utan það að skilja leikreglur, að þeir geti með einum eða öðrum hætti tekið þátt í leiknum. Íslendingar voru fyrirferðar miklir í stúkunni og voru það helst stuðningsmenn Þýska landsliðsins sem veittu þeim íslensku keppni í því að efla sjálfstraust sinna fulltrúa. Það var gert með því að syngja um þá söngva, fagna þeim við innkomu á völlinn eða eftir að sýningu lauk.

Einn sammerkjari var þó með öllum keppendum mótsins, fyrir utan það að eiga það sameiginlegt að vera manneskjur af holdi og blóði, öll sátu þau íslenskan hest. Sigurvegari heimsmeistaramótsins í öllum greinum er því hreinræktaður íslenskur hestur, sama hvort hann er fæddur hér á landi eða á meginlandi evrópu. Því má segja að Ísland hafi unnið allar greinar á mótinu og í þetta skiptið ekki eingöngu miðað við hina frægu höfðatölu, sem oft er nefnd þegar afrek íslendinga í íþróttum eru rædd.